Kvartanir vegna lausagöngu hunda- og katta

Málsnúmer 202104059

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 138. fundur - 29.04.2021

Tekið fyrir erindi frá Bóasi Ævarssyni, dagsett 13. apríl 2021, þar sem komið er á framfæri kvörtunum yfir lausagöngu og óþrifnaði vegna hunda og katta á Dalvík.
Landbúnaðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að gera átak í eftirfylgni með samþykktum um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð, t.d. með auglýsingum, fræðslu og auknu eftirliti. Aukið eftirlit myndi felast í betri skráningu og úrvinnslu ábendinga og kvartana vegna hunda og katta.
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að ábyrgð á skráningu dýra, umhirða þeirra og að farið sé eftir samþykktum er ávallt á ábyrgð eigenda.