Árskógssandshöfn, frumrannsókn vegna ókyrrðar í höfninni.

Málsnúmer 202103040

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 102. fundur - 12.03.2021

Fyrir fundinum liggur tillaga að lengingu brimvarnargarðs við Árskógssandshöfn til að auka kyrrð fyrir aust-norðaustan vindöldu

Fram kemur í máli hönnuðar að annars vegar er garðurinn lengdur fram um 60 m með nær óbreyttri stefnu og hins vegar með breyttri stefnu sem liggur meira með landinu. Með síðari stefnunni fæst betra skjól en á hinn bóginn verður þannig minna svigrúm fyrir báta sem sinna fiskeldi innan garðs og jafnframt verður eitthvað þrengra að komast til hafnar.
Einnig eru lagðar fram teikningar til frekari skýringar.
Í framhaldi af upplýsingum frá hafnardeild Vegagerðarinnar samþykkir veitu- og hafnaráð að óska eftir frekari straumfræðiathugunum í Árskógssandshöfn.
Með vísan til 4. dagskráliðar 101. fundargerðar veitu- og hafnaráðs samþykkir veitu- og hafnaráð að upplýsingum sem unnar hafa verið af hafnadeild Vegagerðarinnar verði komið til umsækjanda um landfyllingu við Árskógssandhöfn og jafnframt að notendum hafnarinnar verði kynnt fyrirhuguð framkvæmdaáform.