Móttaka á sorpi á hafnasvæðum

Málsnúmer 202103024

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 102. fundur - 12.03.2021

Með vísan til 4. dagskrárliðar 432. fundar Hafnasambandsins, sem er á dagskrá ráðsins hér að framan: "Samræmd móttaka á sorpi frá skipum í öllum höfnum" þar sem segir: "Lagt fram bréf Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, dags. 10. febrúar 2021, þar sem hafnasambandið er hvatt til að vinna að samræmingu á verklagi og tryggja aðstöðu í höfnum fyrir skip til að skila af sér flokkuðu sorpi. Og ennfremur að tryggja að móttökuaðilar hafna séu í stakk búnir að koma úrgangi sem kemur flokkaður að landi, til endurvinnslu"
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að tryggja það að móttaka á endurvinnanlegum úrgangi frá skipum og bátum verði möguleg hjá höfnum Hafnasjóðs.