Markaðs- og kynningarmál

Málsnúmer 202103012

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 61. fundur - 03.03.2021

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu markaðs- og kynningarmála í kjölfar Covid-19 og framhald.

Þörf er á að skoða þá kynningarkosti sem henta sveitarfélaginu með tilliti til þess að ná til sem flestra en vera á sama tíma fjárhagslega hagstæðir valkostir.
Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt þeim umræðum sem sköpuðust á fundinum. Mikilvægt er að nýta þá kosti sem er að finna hér í nágrenninu til kynningar á sveitarfélaginu sem ákjósanlegan búsetukost og í ferðaþjónustu.