Rotþrær í Dalvíkurbyggð og losun þeirra.

Málsnúmer 202101147

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 101. fundur - 03.02.2021

Á fundinum var kynnt álagning rotþróargjalds og niðurstöður tæminga á þeim á síðustu árum. Á árinu 2020 voru settar niður 7 rotþrær á eftirtöldum stöðum: Þorsteinsstaðir, Göngustaðakot, Ytra-hvarf (íbúðarhús og fjós), Álfafell, Ásgarður og Hrafnsstaðir (tvö íbúðarhús).
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að sviðsstjóri leggi fram lista yfir húsnæði sem ekki eru með rotþró og ekki eru tengd fráveitukerfi sveitarfélagsins á næsta fund ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 104. fundur - 14.05.2021

Á fundinum kynnti sviðsstjóri grófa samantekt á fjölda þeirra íbúðar- og sumarhúsa sem ekki hafa rotþrær í Dalvíkurbyggð. Einnig kom fram í máli hans að núna getur hver sem er séð á heimasíðu Dalvíkurbyggðar staðsetningu lagna veitna Dalvíkurbyggðar og þar með rotþróa.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að hvetja þá eigendur húsa með heilsársbúsetu til að koma sér upp rotþró við hús sín. Jafnframt verði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra upplýst um stöðu þessara mála í Dalvíkurbyggð.