Ályktun stjórnar landssamtakanna Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar

Málsnúmer 202101027

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 246. fundur - 12.01.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landssamtökum Geðhjálpar dags. 18.12.2020. Í ályktun landssamtaka Geðhjálpar kemur fram, að í vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem tóku til niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Ekkert fjármagn fygldi samþykkt Alþingis. Nú hefur komið fram að fjárlaganefnd Alþingis hafi lagt til að 100 m.kr. verði veitt árið 2021 í að niðurgreiða sálfræðimeðferð í gegnum sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru veruleg vonbrigði og sýnir lítinn skilning á þeim geðrænu áskorunum sem fjölmargir standa frammi fyrir ekki síst núna á tímum efnahagsþrenginga og mikillar óvissu.
Upphæðin dugir fyrir um 6.000 sálfræðitímum sem er langt frá því að dekka þá þörf sem fyrir er. Það má líka benda Alþingi á þá staðreynd að 100 m.kr. niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð er nettó kostnaður fyrir ríkissjóð í kringum 70 m.kr. sem verður að teljast harla lítið. Þess má einnig geta að kostnaður Geðhjálpar vegna ráðgjafar, sem samtökin veita, er um 10 m.kr. á ári. Það setur þessa tölu sem Alþingi er að vinna með í samhengi.
Geðhjálp hvetur Alþingi til að leggja fólki með geðrænan vanda lið með því að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu og gera öllum einstaklingum kleift að nálgast hana, óháð efnahag og aðstæðum. Með því að samþykkja þetta óbreytt verður sálfræðimeðferð áfram einungis ætluð þeim efnameiri. Það yrðu mikil vonbrigði.
Lagt fram til kynningar.