Hvatagreiðslur og Covid19

Málsnúmer 202101001

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 126. fundur - 05.01.2021

Gísli Bjarnason kom aftur inn á fundinn kl. 8:50
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur fengið fyrirspurn um hvort það sé möguleiki á að auka sveiganleika varðandi tímamörk á hvatagreiðslum íþróttafélaga á þessum óvissutímum. Þ.e. hvort hægt sé t.d. að hliðra til reglunum þannig að styrkur lækki ekki þó svo að skráning dragist út janúar. Alla jafna lækkar styrkupphæð því lengur sem líður frá upphafi námskeiðs þar til foreldrar skrá iðkanda.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að tæknileg útfærsla sé mjög auðveld og hefur verið notuð áður þegar upp hafi komið tæknilegt vandamál og tími til skráninga hafi þá verið mjög stuttur, eða jafnvel kominn fram yfir tímamörk þegar námskeiðin eru búin til í ÆskuRæktar kerfinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum í ljósi þess hve óvissan hafi verið mikil vegna Covid19 faraldurs, að þeir sem skrái iðkendur fyrir 1. febrúar fái hvatastyrk að fullu.