Kosning i nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202012044

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögur um kjör í nefndir og ráð í stað Valdemars Þór Viðarssonar og Birtu Dísar Jónsdóttur:

1. varamaður í sveitarstjórn í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Haukur Gunnarsson sem 2. varamaður í sveitarstjórn.
Varaformaður menningarráðs í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Júlíus Magnússon.
Aðalmaður í stjórn Dalbæjar í stað Valdemars Þór Viðarssonar; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Þórunn Andrésdóttir sem varamaður í stað Gunnþórs.
Varamaður í fulltrúaráði Eignahaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Varamaður á aðalfund SSNE í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Þórunn Andrésdóttir.
Varamaður í menningarráði í stað Birtu Dísar Jónsdóttur; Rúna Kristín Sigurðardóttir.
Varamaður í umhverfisráði í stað Birtu Dísar Jónsdóttur; Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.


Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.