Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk uk viðbótarstyrk vegna bilunar á skíðalyftu

Málsnúmer 202012042

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 10. desember 2020 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.200.000 vegna bilunar á skíðalyftu félagsins. Upphæðin yrði notuð til að kaupa varahluti í lyftuna. Um er að ræða neðri lyftuna og er hún ónothæf þar til verðgerð hefur farið fram á drifmótor. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 11. desember 2020, þar sem þeir leggja til svið sveitarstjórn að sveitarfélagið verði við ósk Skíðafélags Dalvíkur. Vinna við verkið verði unnin í sjálfboðavinnu samkvæmt bréfi frá félaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrk til Skíðafélags Dalvíkur að upphæð allt að kr. 1.200.000 vegna bilunar í skíðalyftu á móti reikningum til kaupa á varahlutum. Styrkurinn bókist á deild 06800.