Afsláttur fasteignaskatts 2021 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202012039

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

"Á 970. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögur að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021.