Beiðni um viðauka vegna tengigjalda Vatnsveitu og Hitaveitu

Málsnúmer 202012036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Óskað eftir viðauka til hækkunar á tekjum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 26.401.227,- og til hækkunar á tekjum Hitaveitu Dalvíkur um kr. 9.316.883.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkum á tekjum að upphæð kr. 35.718.110 vegna tengigjalda sem tekjur til lækkunar á framkvæmdum á deildum 44200 og 48200 , viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020, og er honum mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Óskað eftir viðauka til hækkunar á tekjum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 26.401.227,- og til hækkunar á tekjum Hitaveitu Dalvíkur um kr. 9.316.883.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkum á tekjum að upphæð kr. 35.718.110 vegna tengigjalda sem tekjur til lækkunar á framkvæmdum á deildum 44200 og 48200 , viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020, og er honum mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020 , tekjur að upphæð kr. -35.718.110 vegna tengigjalda þannig að annars vegar færist kr. -26.401.227 til tekna á framkvæmdir Vatnsveitu og hins vegar til tekna kr. -9.316.883 á framkvæmdir Hitaveitu Dalvíkur. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.