Fjárhagsáætlun 2020; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202012032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður samkvæmt heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

Í búið er að bæta við inn í heildarviðaukann þeim einstaka viðaukum sem samþykktir hafa verið frá því að heildarviðauki III var gerður:
Mál 202011101, viðauki vegna millifærslu á launaáætlun af deild 11410 og yfir á deild 06270.
Mál 202012006, viðauki vegna hækkunar á framlögum úr Jöfnunarsjóði.
Mál 202012036; viðauki vegna heimtaugargjalda.
Mál 202012034; Viðauki vegna heildarlaunaviðauka skv. kjarasamningum.

Breyting á lífeyrisskuldbindingu vegna greiðslu til Brúar að upphæð kr. 8.051.000.

Einnig eru ýmsar afleiddar breytingar í fjárhagsáætlunarlíkani, s.s. vegna fjármunatekna - og fjármagnsgjalda, afskrifta.
Byggðaráð samþykkir heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir með ofangreindum áorðnum breytingum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður samkvæmt heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020. Í búið er að bæta við inn í heildarviðaukann þeim einstaka viðaukum sem samþykktir hafa verið frá því að heildarviðauki III var gerður: Mál 202011101, viðauki vegna millifærslu á launaáætlun af deild 11410 og yfir á deild 06270. Mál 202012006, viðauki vegna hækkunar á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Mál 202012036; viðauki vegna heimtaugargjalda. Mál 202012034; Viðauki vegna heildarlaunaviðauka skv. kjarasamningum. Breyting á lífeyrisskuldbindingu vegna greiðslu til Brúar að upphæð kr. 8.051.000. Einnig eru ýmsar afleiddar breytingar í fjárhagsáætlunarlíkani, s.s. vegna fjármunatekna - og fjármagnsgjalda, afskrifta.
Byggðaráð samþykkir heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir með ofangreindum áorðnum breytingum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Rekstrarniðurstaða A-hluta; kr. -50.650.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -17.639.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta kr. 312.123.000 og sala eigna kr. 53.209.000.
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta kr. 205.000.000.
Afborganir langtímalána Samstæðu A- og B- hluta kr. 115.224.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta kr. 175.872.000.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir með áorðnum og öllum afleiddum breytingum, s.s. lífeyrisskuldbindingum, vöxtum og afskriftum.