Þjóðgarður á miðhálendi

Málsnúmer 202012004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu sem var send í rafpósti 1. desember 2020.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sveitarstjórn skorar á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu í að standa vörð um sveitarstjórnastigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á og koma að ákvörðunum er varða sitt nærumhverfi.
Lagt fram til kynningar.