Frá umhverfis- og tæknisviði; Beiðni um viðauka vegna launa vinnuskóla

Málsnúmer 202011101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 967. fundur - 26.11.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 18. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna tilflutnings á áætlun á milli deilda 11410 og 06270 samkvæmt meðfylgjandi skjali með útreikningum þar sem áætlun fór á aðra deild en launin bókast á. Um er að ræða launaviðauka sem samþykktur var fyrr á árinu vegna átaksstarfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 af deild 11410 og yfir á deild 06270. Þar sem um sömu fjárhæð er að ræða á milli deilda þá þarf ekki að bregðast sérstaklega við þessum viðauka.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 967. fundi byggðaráðs þann 26.11.2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 18. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna tilflutnings á áætlun á milli deilda 11410 og 06270 samkvæmt meðfylgjandi skjali með útreikningum þar sem áætlun fór á aðra deild en launin bókast á. Um er að ræða launaviðauka sem samþykktur var fyrr á árinu vegna átaksstarfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 af deild 11410 og yfir á deild 06270. Þar sem um sömu fjárhæð er að ræða á milli deilda þá þarf ekki að bregðast sérstaklega við þessum viðauka."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 sem er flutt af deild 11410 vegna launa og yfir á deild 06270. Ekki þarf að bregðast sérstaklega við þessum viðauka þar sem um flutning á milli málaflokka og deilda er um að ræða. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.