Á fundinum var kynnt minnisblað frá 05.11.2020, sem Ísor vann fyrir Norðurorku vegna skjálftavirkni norðan Hríseyjar. Í minnisblaðinu kemur eftirfarandi fram:
"Tengsl skjálftavirkni við þekkt jarðhitasvæði í Eyjafirði hefur verið könnuð í gegnum tíðina, m.a. við jarðhitaleit á Árskógsströnd árið 1996 þegar dregin var upp brotalína út frá dreifingu skjálfta úr SIL-gagnagrunni VÍ (Ólafur G. Flóvenz og Ómar Bjarki Smárason, 1997). Í ljós komu vísbendingar um skjálftasprungu með NNV-læga stefnu. Stefna brotalínunnar er sú sama og stefna annars tveggja sprungukerfa við jarðhitann í Hrísey, og svipuð stefnu þeirrar sprungu sem kortlögð var norðvestan við Hrísey (Sigurður Th. Rögnvaldsson, 2000). Að auki raða jarðhitasvæðin í Hrísey, Birnunesborgum, Ytri-Vík og Hjalteyri sér á belti með NNV-læga stefnu og eru þau væntanlega í tengslum við þessa skjálftasprungu (Bjarni Gautason o.fl., 2002; Ólafur G. Flóvenz o.fl., 2002)."