Erindi formanns landbúnaðarráðs til ráðamanna vegna riðuveiki í Skagafirði 2020

Málsnúmer 202011070

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 136. fundur - 19.11.2020

Til kynningar og umræðu fjarfundur vegna riðutilfella í Skagafirði sem sviðsstjóri ásamt formanni ráðsins sátu og erindi frá formanni ráðsins til ráðamanna vegna riðuveiki í Skagafirði.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í Skagafirði í ljósi nýlegra riðutilfella í Tröllaskagahólfi. Nefndin tekur undir með landbúnaðarráðherra að tímabært sé að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir.
Meðal þess sem þarf að greina og rannsaka betur eru smitleiðir, sóttvarnir, hagkvæm nýting arfgerðagreininga í ræktunarstarfinu, kynbótastarf innan sóttvarnahólfa o.fl. þættir. Jafnframt þarf að leysa það vandamál sem blasir við þegar ekki er unnt að farga sóttmenguðum úrgangi með brennslu hér á landi, eins og æskilegast væri að gera m.t.t. sóttvarna.
Í Svarfaðardal er mikil reynsla og saga vegna baráttu við riðuveiki sem gæti nýst vel í rannsóknum og endurskoðun á verkferlum.