Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 202011037

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 124. fundur - 10.11.2020

Undirbúa þarf kjör og lýsingu á íþróttamanni ársins í ljósi þess að við búum alla jafna við takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldurs.
Umræða fór fram á fundinum um útfærslu og mögulegar leiðir til að lýsa kjörinu með rafrænum hætti. Talið best að vinna út frá því að takmarkanir verði umtalsverðar og taka svo ákvörðun um endanlega útfærslu miðað við aðstæður og þær takmarkanir sem við búum við í janúar. Einnig þarf að huga að því með hvaða hætti aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði kjósi ef það þarf að gerast í fjarfundi.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að undirbúning í samræmi við umræðu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 126. fundur - 05.01.2021

Gísli Bjarnason vék af fundi undir fyrsta lið.
Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar. Kosning ráðsins mun fara fram með rafrænum hætti og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi senda nefndamönnum slóð til að kjósa á í vikunni. Einnig hefst íbúakosning síðar í þessari viku, eða um leið og hún verður tilbúin.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Borja López Laguna - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Einnig sendi Blakfélagið Rimar tilnefningu um Arnór Snæ Guðmundsson sem blakara ársins 2020. Tilnefningin kom eftir að formlegum fresti hafði lokið.
Þar sem tilnefningarform frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kom seint í desember til félagsmanna telur ráðið að tími félaganna hafi ekki verið nægilega langur og samþykkir því íþrótta- og æskulýðsráð með 5 atkvæðum að tilnefna Arnór Snæ Guðmundsson fyrir blak.
Einnig samþykkir íþrótta- og æskulýðsráð með 5 atkvæðum að tilnefna eftirtalda aðila til kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2020

Ingvi Örn Friðriksson - kraftlyftingar

Sveinn Margeir Hauksson - knattspyrnu

Íþrótta- og æskulýðsráð - 127. fundur - 14.01.2021

Kjör á íþróttamanni ársins fór fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna sóttvarnaraðgerða. Kjörinu var lýst í menningarhúsinu Bergi, en þangað boðaði ráðið til sín eingöngu þá sem voru tilnefndir til kjörs á íþróttamanni ársins. Athöfninni var streymt beint á facebook síðu Dalvíkurbyggðar kl. 17:04.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020 er Sveinn Margeir Hauksson

Eftirfarandi aðilar voru íþróttamenn sinnar greinar:

Arnór Snæ Guðmundsson - Blakmaður Dalvíkurbyggðar 2020

Ingvi Örn Friðriksson - kraftlyftingarmaður Dalvíkurbyggðar 2020

Sveinn Margeir Hauksson - knattspyrnumaður Dalvíkurbyggðar 2020

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamaður Dalvíkrbyggðar 2020


Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Sveini Margeiri til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020.