Frá Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytinu; Frestir vegna fjárhagsáætlana 2021

Málsnúmer 202010071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 15. október 2020, þar sem vakin er athygli á að ráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir og formleg erindi frá sveitarfélögum þar sem lagt er til að frestir sveitarfélaga til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlanir verði lengdir, með vísan til þeirrar óvissu sem sveitarfélög standa frammi fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tekið undir nauðsyn þess að öllum sveitarfélögum verði veittir slíkir frestir.

Þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Þá munu ýmsar forsendur sem liggja að baki fjárhagsáætlana sveitarfélaga koma fram seinna en áður, svo sem þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Eru þannig veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana 2021, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.

Í ljósi þess vill ráðuneytið koma því á framfæri að sé þess óskað verða eftirfarandi frestir veittir:

1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.

2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ofangreinda heimild til að óska eftir fresti þannig að fyrri umræða færi fram 17. nóvember n.k. í stað 3. nóvember n.k. samkvæmt fyrirliggjandi tímaramma.
Næsti sveitarstjórnarfundur verður því 27. október n.k. í stað 3. nóvember n.k. og síðan á hefðbundnum tímum í nóvember og desember.