Fjárhagsáætlun 2021, uppbygging á skíðasvæði.

Málsnúmer 202009134

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Tekið fyrir erindi skíðafélags Dalvíkur vegna uppbyggingar geymsluhúsnæðis á skíðasvæði. Áætlaður styrkur vegna þessa er kr. 42.000.000. Óskað er eftir hækkun á styrk vegna gengishækkunar og hækkun byggingarkostnaðar. Heildarkostnaður yrði um 52,5 milljónir. Skíðafélagið telur það koma til greina að byggingartími verði lengri ef hægt verði að koma til móts við óskir.
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í þær breytingar sem þarf að gera en vísar erindinu til heildarvinnu við áætlun næstu þriggja ára með það í huga að framkvæmdartími hugsanlega breytist í ljósi aðstæðna og óvissu í samfélaginu.