Frá SSNE, Sóknaráætlun SSNE - fundur

Málsnúmer 202009096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 955. fundur - 17.09.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund, kl. 13:05 Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdemarsson frá SSNE þar sem til umfjöllunar var Sóknaráætlun SSNE en SSNE bauð öllum sveitarstjórnum í landshlutanum til viðræðna og samráðs um áætlunina.

Til umræðu eftirfarandi:

Kynna helstu markmið Sóknaráætlunarinnar og hvernig SSNE er að fylgja henni eftir.
Vekja kjörna fulltrúa til umhugsunar og samtals um hvernig þeir geta nýtt Sóknaráætlun sem leiðarljós enda er það sameiginleg stefna landshlutans alls sem þar er mörkuð.
Ræða hvort talið er tilefni til breytinga á Sóknaráætluninni en mikilvægt er að kjörnir fulltrúar hafi tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna sem þar er sett fram .

Elva og Baldvin viku af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð þakkar Elvu og Baldvini fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.