Kvörtun til Heilbrigðiseftirlitsins vegna hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202008029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Tekið fyrir til upplýsingar afrit af kvörtun sem borist hefur Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra vegna hausaþurrkunar Samherja á Dalvík.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl.15:03.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021


Sveitarstjóri gerði grein fyrir rafpósti frá Kristjáni Vigfússyni, dagsettur 30. ágúst 2021, þar sem hann kvartar yfir ólykt í bænum í sumar vegna hausaþurrkunar Samherja. Í rafpóstinum er því velt upp hvað Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ætlar að gera í þessu málum.
Lagt fram tilkynningar.