Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Samstarf íþróttamiðstöðvar og CDalvík

Málsnúmer 202008026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:20. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn áfram.

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt fulltrúum Þröster ehf (líkamsræktaraðstaðan að Hafnarbraut 5) hafa unnið drög að samkomulagi um afslátt af árskortum í líkamsræktina hjá íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og aðstöðunnar í Hafnarbraut 5 ef keypt eru kort á báða staði í einu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með þeim breytingum að samningurinn verði til eins árs til reynslu og sé háð því að öðrum sambærilegum aðilum með lögheimili í sveitarfélaginu sé gefinn kostur á sams konar samkomulagi. Byggðaráð leggur áherslu á að fyrirkomulag innheimtu verði eins skilvirkt og einfalt og hægt er.