íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum - praktískar útfærslur

Málsnúmer 202007017

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 241. fundur - 11.08.2020

Lagt fram til kynningar rafrænt erindi dags. 15. júní 2020 frá félagsmálaráðuneytinu vegna fundar með félagsmálastjórum varðandi íþrótta- og tómstundastyrkja til barna á lágtekjuheimilin til að tryggja jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs sumarið 2020. Í erindinu kemur fram að styrknum er beint til tekjulágra foreldra eða með lægri tekjur en ella vegna atvinnumissis eða hlutaatvinnuleysisbóta en nýtist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og börnum öryrkja. Skilyrði eru fyrir styrknum og þarf að sækja um hann inná www.island.is þar sem foreldrar eru með lægri tekjur en 740 þúsund á mánuði.
Lagt fram til kynningar.