Leiðbeiningar um aksturþjónustu

Málsnúmer 202006040

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 240. fundur - 09.06.2020

Tekið fyrir erindi dags. 04.05.2020 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Fram kemur í erindi þeirra að Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um aksturþjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningar þessar voru unnar í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks og er ætlað að stuðla að samræmi á milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Miðað er við að endurskoðun reglna sveitarfélagsins eigi sér stað ekki síðar en sex mánuðum eftir útgáfu leiðbeininganna.
Félagsmálaráð felur þjónustuhópi Dalvíkur- og Fjallabyggðar í málefnum fatlaðra og notendaráði fatlaðra að vinna drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlaða á þjónustusvæðinu.