Veggspjald 2020 frá Jafnréttisstofu

Málsnúmer 202006027

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 240. fundur - 09.06.2020

Tekið fyrir erindi dags. 15.05.2020 frá Jafnréttisstofu. Haustið 2018 urðu þær breytingar á íslenskri jafnréttislöggjöf að við bættust tvenn ný lög. Annars vegar lög nr,. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar og hins vegar lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Með hinum nýju lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði enda er atvinnuþátttaka talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega eingangrun og fátækt. Samandregið má segja að markmið jafnréttislöggjafarinnar sé að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð, jöfnum tækifærum og jafnrétti. Öll lög kveða á um skýrt bann við mismunun og gera kröfur til atvinnurekenda um markvissa vinnu innan fyrirtækis eða stofnunar sem og samfélagsins alls. Jafnréttisstofa hefur látið útbúa veggpsjald til að minna á mikilvægi þess að raunverulegt jafnrétti náist.
Lagt fram til kynningar.