Bréf vegna frestunar aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202004049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett þann 7. apríl 2020. Aðalfundi Lánasjóðsins 2020, sem halda átti 26. mars sl., var frestað vegna aðstæðna á landinu öllu. Nýr fundardagur verður tilkynntur þegar samkomubanni hefur verið aflétt.

Jafnframt er í bréfinu upplýst að stjórn Lánasjóðsins ákvað á fundi sínum 9. mars 2020 að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður til hluthafa vegna afkomu 2019. Þessi ákvörðun var tekin til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjárs. Stjórnin sér fram á að lækkun á eigin fjárstöðu sjóðsins geti orðið takmarkandi þáttur við að þjónusta stærstu hluthafa sína á næstu árum.
Lagt fram til kynningar.