Breytt skipulag skólahalds vegna COVID - 19

Málsnúmer 202004005

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 248. fundur - 08.04.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill skólastjóra á Krílakoti fóru yfir helstu breytingar á skólahaldi í leik - og grunnskóla vegna COVID - 19
Fræðsluráð vill hrósa stjórnendum og starfsfólki skólanna og þakka þeim fyrir frábært starf á þessum erfiðu tímum.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 23. fundur - 04.11.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir breytt skipulag vegna COVID - 19.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 265. fundur - 08.12.2021

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, staðgengill skólastjóra, fór yfir það skipulag sem fór í gang þegar smit greindist hjá starfsfólki og nemendum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð vill koma á framfæri hrósi og þökkum til stjórnenda skólans, heilsugæslu, nemenda, starfsmanna skólans og foreldra, hvernig til tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í Dalvíkurbyggð og fyrir gott upplýsingaflæði.