Til eigenda Gásakaupstaðar ses, erindi frá stjórn.

Málsnúmer 202003140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 939. fundur - 26.03.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Gásakaupstaðar ses, dagsettur 24. mars 2020, erindi til eigenda Gásakaupstaðar ses um framtíð stofnunarinnar og Miðaldadaga á Gásum.

Stjórnin leggur til að sjálfseignastofnuninni verði slitið og að gerður verði samstarfssamningur um fjármögnun og framkvæmd Miðaldadaga á Gásum.

Stjórnin óskar eftir afstöðu eigenda sem allra fyrst þannig að í kjölfarið verði hægt að boða til auka aðalfundar Gásakaupstaðar ses og ljúka málinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Gásakaupstað ses verði slitið.

Byggðaráð vísar umræðu um Miðaldadaga að Gásum til menningarráðs.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Gásakaupstaðar ses, dagsettur 24. mars 2020, erindi til eigenda Gásakaupstaðar ses um framtíð stofnunarinnar og Miðaldadaga á Gásum. Stjórnin leggur til að sjálfseignastofnuninni verði slitið og að gerður verði samstarfssamningur um fjármögnun og framkvæmd Miðaldadaga á Gásum. Stjórnin óskar eftir afstöðu eigenda sem allra fyrst þannig að í kjölfarið verði hægt að boða til auka aðalfundar Gásakaupstaðar ses og ljúka málinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Gásakaupstað ses verði slitið.

Byggðaráð vísar umræðu um Miðaldadaga að Gásum til menningarráðs."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Menningarráð - 78. fundur - 07.04.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var tekið fyrir erindi frá stjórn Gásakaupstaðar ses og vísaði ráðið umræðu um Miðaldardaga að Gásum til menningarráðs.
Menningarráð er sammála því að halda Miðaldadaga áfram og felur sviðsstjóra að vinna áfram í málinu.