Innviðir 2020. Skýrsla átakshóps sex ráðuneyta í samráðsgátt.

Málsnúmer 202003108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 939. fundur - 26.03.2020

Tekin fyrir skýrsla átakshóps sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 31. mars n.k.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar sem snúa að Dalvíkurbyggð. Þá fór sveitarstjóri yfir drög að umsögn um skýrsluna frá sveitarfélaginu.
Málin rædd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsögn frá Dalvíkurbyggð og felur sveitarstjóra að senda hana í samráðsgátt.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir skýrsla átakshóps sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 31. mars n.k. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar sem snúa að Dalvíkurbyggð. Þá fór sveitarstjóri yfir drög að umsögn um skýrsluna frá sveitarfélaginu. Málin rædd.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsögn frá Dalvíkurbyggð og felur sveitarstjóra að senda hana í samráðsgátt."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.