kórónuveira 19 - viðbrögð félagsþjónustu

Málsnúmer 202003037

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 238. fundur - 10.03.2020

Tekið fyrir erindi dags. 06.03.2020 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem sent var að beiðni Samhæfingarmiðstöðvar almannavarna. Efni bréfsins var upplýsingar vegna Kórónaveiru COVID-19 sem snýr að velferðarsviði sveitarfélaga. Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta kórónuveiruna. Huga þarf vel að viðkvæmum einstaklingum sem eru í þjónustu velferðarsviða sveitarfélaga bæði í sólarhringsþjónustu og í þjónustu á einkaheimilum. Mikilvægt er að sveitarfélög vinni samkvæmt sinni viðbragðsáætlun sem verður að haldast órofin á öllum almannavarnarstigum. Farið var yfir drög að viðbragðsáætlun félagsþjónustu og hvað nú þegar hefur verið skipulagt.
Lagt fram til kynningar.