Boðun XXXV. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202001074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 932. fundur - 23.01.2020

Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka og sveitarfélaga boðaðir til XXXV. landsþings Sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk. á Grand Hótel í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Boðað er til XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 18. desember nk. Þingið er rafrænt og hefst kl. 10.
Meginumræðuefni landsþingsins verða efling sveitarstjórnarstigsins og fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á tímum Covid-19.

Með fundarboði til byggðaráðs fylgdi einnig tillaga til landsþings, borin upp af fulltrúum 20 sveitarfélaga, sem hafnar lögfestingu íbúalágmarks og ítrekar að sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra.
Lagt fram til kynningar.