Stefna Sambands ísl. sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð

Málsnúmer 202001062

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 332. fundur - 31.01.2020

Til kynningar stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð.

í stefnunni kemur fram að Sambandið ætlar í þjónustu sinni við sveitarfélögin að:
1. Styðja við og hvetja til aukins samstarfs um sjáfbæra þróun og loftslagsmál.
2. Veita brautargengi breytingum sem mæta áskorunum samtímans á sviði sjálfbærrar þróunar og
loftslagsmála.
3. Efla þekkingu og nýsköpun á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar með fræðslu og miðlun
upplýsinga um árangursrík verkefni og aðferðir sem gætu orðið öðrum til eftirbreytni.

Í stefnunni er tilgreind aðgerðaáætlun 2019-2022 í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.