Vogir vegna nýbyggingar 2020.

Málsnúmer 201912020

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 91. fundur - 04.12.2019

Til umræðu hefur verið hvernig vigtun á afla sem til vinnslu fer í nýbyggingu Samherja hf. fer fram. Eftir samtal við Fiskistofu þá verða þær vogir sem notaðar eru að vera eign Hafnasjóðs og starfsmenn hans að sjá um vigtunina. Til tals hefur komið að það þurfi aðra pallavog sem staðsett yrði við Austurgarð.
Sviðsstjóri kynnti tilboð sem borist hafa vegna þessa verkefnis að fjárhæð kr. 5.300.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við bjóðendur á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og þeirri þörf sem Hafnasjóður þarf að uppfylla.