Kirkjubrekkan

Málsnúmer 201911042

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 25. fundur - 15.11.2019

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs kom á fund ráðsins kl. 15:37.
Ráðið kynnti hugmyndir um endurbætur/breytingar á kirkjubrekkunni á Dalvík. Ráðið hefur hugmyndir um að gera brattari brekku á svæðinu með það í huga að hægt verði að vera á snjóbrettum einnig á svæðinu. Ráðið ítrekar að ekki er verið að hugsa um að skemma núverandi sleða svæði, heldur nýta svæðið þannig að heildstætt útivistarsvæði verði á svæðinu með möguleika á sem flestu.
Börkur telur best að ráðið komi með tillögur til umhverfsisráðs.
Börkur vék af fundi kl. 15:47.
Ungmennaráð frestar frekari umræðu til næsta fundar.

Ungmennaráð - 26. fundur - 31.01.2020

Ungmennaráð frestar frekari umræðu til sumars, þá ætlar ráðið að skoða kirkjubrekkuna.

Ungmennaráð - 29. fundur - 15.10.2020

Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að eldri krökkum sem vilja renna í kirkjubrekkunni. Ráðið leggur til að samhliða vinnu við heildarsýn leiksvæða Dalvíkurbyggðar verði þetta svæði skoðað sérstaklega. Einnig leggur ráðið til að fundinn verður staður til að koma upp frisbígolfvelli í Dalvíkurbyggð.