Konukot

Málsnúmer 201911014

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Tekið fyrir erindi frá Konukoti dags.28.10.2019.
Konukot er úrræði Rauða krossins, rekið á þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Hópurinn sem leitar í athvarfið eru fjölbreyttur og samsetning hans mismunandi eftir dögum. Sumar konur koma einu sinni og aðrar mjög oft. Allar eiga þessar konur það sammerkt að þær hafa ekki á annan stað að fara, stundum vantar þær gistingu eina nótt, þær eru að koma og fara úr meðferð. Þær konur sem leita ítrekað í Konukot eiga það þó flestar sameiginlegt að eiga við margþættan og mikinn vanda að stríða, félagslegan, geðrænan og/eða fíkniefnavanda. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir að tilnefndir verði tengiliðir við neyðarathvörfin, Gistiskýlið og Konukot. Tilgangur þess er að tengiliðir sveitarfélaganna og forstöðumenn Gistiskýlisins og Konukots komi sér upp reglubundnu samstarfi. Með bréfi þessu er vonast til tengingar á milli Konukots og annarra sveitarfélaga. Einnig kom fram í símtali við forstöðumann Konukots að komi kona í Konukot sem ekki á lögheimili í Reykjavík, verður sveitarfélagi hennar sendur reikningur fyrir dvöl hennar í úrræðinu.
Erindið lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð fagnar slíkri samvinnu við Konukot.
Fylgiskjöl: