Umsókn um styrk til Bergsins headspace fyrir árið 2020

Málsnúmer 201911010

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Tekin fyrir umsókn um styrk til Bergsins headspace fyrir árið 2020 dags. 08.10.2019. Sótt er um 200.000 krónur.
Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum sem vildu brúa bil í þjónustu við ungmenni upp að 25 ára aldri, þar sem og margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu. Bergið headspace er í samvinnu við Headspace í Ástralíu og Danmörku.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.