Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Málsnúmer 201910153

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 21. október 2019, þar sem farið er fram á afrit af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum fyrir alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
Þetta er gert á grundvelli nýrra laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og því þarf lánasjóðurinn að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.
Byggðaráð óskar eftir því að ritari/skjalastjóri safni umbeðnum gögnum og sendi þau til Lánasjóðs sveitarfélaga.