Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201910027

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 329. fundur - 13.11.2019

Með innsendu erindi dags. 1. október 2019 óskar UST eftir tilnefningu Dalvíkurbyggðar á fulltrúa í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla.
Steinþór Björnsson vék af fundi kl. 14:20

Umhverfisráð tilnefnir Steinþór Björnsson deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Lögð fram til kynningar auglýsing um staðfestingu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun Friðlands í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Auglýsingin var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.