Áhersluverkefni EYÞINGS 2019

Málsnúmer 201909103

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 24. fundur - 25.10.2019

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir verkefni sem er í vinnslu sem á að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmið verkefnisins er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu.

Ungmennaráð - 26. fundur - 31.01.2020

Rætt um verkefnið ungt fólk og Eyþing sem haldið verður á Húsavík 10. og 11. febrúar.

Ungmennaráð - 27. fundur - 28.02.2020

Rebekka, Þröstur og Þormar fóru á viðburði á Húsavík ásamt fulltrúum annarra ungmennaráða á Eyþings svæðinu. Yfirskrift viðburðarins var "Ungt fólk á Norðurlandi Eystra". Næsta skref er að halda landsmót SSNE ásamt skemmtun og fræðslu. Verkefnið fékk styrk í tengslum við sóknaráætlun landshlutans.