Golfklúbburinn Hamar - Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2020-2023

Málsnúmer 201909008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 08:50 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri, dagsett þann 28. ágúst 2019, beiðni um aukið fjárframlag á fjárhagsáætlun 2020-2023 til uppbyggingar á golfsvæðinu á Arnarholtsvelli. Einnig er kominn tími á að endurnýja véla- og tækjakost klúbbsins.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 08:56.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 113. fundur - 01.10.2019

Farið yfir beiðnir félagsins. Vísað til afgreiðslu undir málinu Fjárhagsáætlun 2020 (201906041)