Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun aukalandsþings Sambandsins 2019

Málsnúmer 201906024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Á 871. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí sl., var samþykkt að boða til aukalandsþings til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Með fundarboði fylgdi boð til XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður það haldið föstudaginn 6. september 2019 á Grand hótel Reykjavík. Landsþingið hefst kl. 10:30 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:00 sama dag.
Lagt fram til kynningar.