Beiðni um pólskukennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201905173

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 909. fundur - 06.06.2019

Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur. Einnig er óskað eftir að tengsl landanna og samfélaganna í efnahagsmálum og menningarmálum verði efld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 239. fundur - 12.06.2019

Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur.
Fræðsluráð leggur til að sviðsstjóri kanni möguleikann á pólskukennslu fyrir nemendur í Dalvíkurbyggð.