Frá Menntamálastofnun; Ytra mat í Árskógarskóla

Málsnúmer 201905165

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 239. fundur - 12.06.2019

Kynnt var bréf frá Mennamálastofnun þar sem tilkynnt er að Árskógarskóli hafi verið valinn til mats haustið 2019. Markmið með ytra mati Menntamálastofnunar er hvetja til skólaþróunar, styðja við stjórnendur og kennara í umbótum á þeirra eigin starfi. Í matinu er lögð áhersla á þrjá þætti: stjórnun, nám og kennslu og innra mat skólans. Skóli, skólaráð eða sveitastjórn geta svo einnig óskað eftir því að einhver fjórði þáttur verði skoðaður í starfi skólans.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra og skólastjóra falið að kanna að leggja fyrir fjórða þátt fyrir 15.júní.

Fræðsluráð - 245. fundur - 08.01.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fór yfir helstu niðurstöður úr ytra mati Árskógarskóla sem var gert haustið 2019.
Fræðsluráð þakkar Friðriki Arnarsyni fyrir góða kynningu á niðurstöðum úr ytra mati á grunnskólahluta Árskógarskóla.

Fræðsluráð - 250. fundur - 12.08.2020

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, fór yfir helstu niðurstöður sem komu út úr ytra mati í Árskógarskóla (grunnskólahluta).
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 259. fundur - 14.04.2021

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, upplýsti fræðsluráð um stöðu mála á ytra mati á grunnskólahluta Árskógarskóla
Lagt fram til kynningar