Laun nemenda vinnuskóla 2019

Málsnúmer 201905131

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 909. fundur - 06.06.2019

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30

Meðfylgjandi fundarboði var minnisblað frá íþrótta-og æskulýðsfulltrúa vegna launa nemenda í vinnuskóla ásamt launaútreikningi 2019.
Í minnisblaðinu kemur fram að gerður hefur verið samanburður við nágrannasveitarfélögin og leggur íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til hækkun á launatöxtum í vinnuskóla til að jafna þann samanburð. Hægt er að mæta hækkuninni innan fjárhagsliðsins þar sem færri nemendur sóttu um í vinnuskólanum en reiknað hafði verið með við gerð fjárhagsáætlunar. Þá væri í framhaldinu hægt, í kjölfar nýrra kjarasamninga, að setja nýjar reglur um uppreikning launa ár hvert.

Eftirfarandi er lagt til fyrir árið 2019 hvað varðar launataxta per klst:
8. bekkur 650 kr.
9. bekkur 750 kr.
10. bekkur 1.050 kr.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka laun í vinnuskóla fyrir sumarið 2019 í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.
Gísli Rúnar Gylfason vék af fundi kl. 08:55