Frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni; Erindi vegna tjóns á brú yfir Holá

Málsnúmer 201905111

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt er að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Brúin fór af í heilu lagi og flaut um 100 metra með flóðinu. Óskað er eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni. Brúin hefur verið í notkun um síðast liðin 100 ár og þjónar ferðamönnum sem leið eiga að Steinboganum í Skíðadal og eins yfir fjallveg niður í Hörgárdal sem og fjáreigendum í dalnum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Byggðaráð - 909. fundur - 06.06.2019

Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt var að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Óskað var eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Sveitarstjóri lagði fram frekari upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að kostnaður vegna ofangreinds tjóns allt að kr. 340.000 verði færður á deild 13210 með því skilyrði að það rúmist innan fjárhagsáætlunar 2019.