Frá Ríkiskaupum; Aðild að RS Raforku - útboð

Málsnúmer 201905107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, rafbréf dagsett þann 17. maí 2019, þar sem fram kemur að Ríkiskaup eru að undirbúa útboð á raforkukaupum. Að þessu sinni vilja Ríkiskaup bjóða þeim sveitarfélögum sem þess óska og eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa að taka þátt í útboðinu.Við gerð útboðsins verður tekið tillit til núverandi samninga sveitarfélaga og ákvæða vegna uppsagnarfresta ef til mögulegra aðilaskipta kemur. Þátttaka í útboðinu er núverandi rammasamningsaðilum að kostnaðarlausu. Óski sveitarfélagið eftir að taka þátt í ofangreindu útboði þá er óskað eftir svörum sem fyrst eða fyrir 31. maí.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði.