Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun málaflokks 02 vegna 2019

Málsnúmer 201905095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019:
a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981.
b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti.