Frá starfsfólki Dalvíkurskóla; vegna uppsagnar á húsverði við Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201905037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Tekið fyrir erindi frá 39 starfsmönnum Dalvíkurskóla, dagsett þann 7. maí 2019, þar sem þeir mótmæla uppsögn á stöðu húsvarðar við skólann. Starfsmenn skólans telja framkvæmd uppsagnarinnar vera ófagleg, illa ígrunduð og skjóti skökku við að ekki skuli hafa verið haft samráð við skólastjórnendur við þessa ákvörðunartöku.Engin sambærileg stofnun geti án húsvarðar verið nema stjórnendur sveitarfélagsins hafi í hyggju að láta aðbúnað alls þessa fólks drabbast niður og vera börnum hættulegur.

Fram koma vangaveltur hverjir eiga nú að sinna hinum ýmsum verkefnum húsvarðar, bæði sem eru í og utan starfslýsingar, sem virki eflaust léttvæg í excel-skjali. Ýmislegt sé nú farið að láta á sjá sem þarfnast viðgerðar.

Dagbjört Sigurpálsdóttir óskar eftir að fært sé til bókar:
"Ég skil vel áhyggjur starfsfólks Dalvíkurskóla og vil að það komi skýrt fram að þetta var ákvörðun meirihluta Sveitastjórnar en ekki Sveitastjórnar í heild sinni. "


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi, Dagbjört situr hjá.