Tilkynning til allra sveitarstjórna - ný lög um opinber innkaup og námskeið 6. maí

Málsnúmer 201904105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17.04.2019. Athygli sveitarstjórna er vakin á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31.maí 2019. Óskað er eftir að lögin verði kynnt með viðeigandi hætti í sveitarfélaginu, t.d. með framlagningu í byggðarráði eða sveitarstjórn. Jafnframt verði námskeið um opinber innkaup sem Sambandið heldur þann 6.maí í samstarfi við Ríkiskaup kynnt fyrir þeim starfsmönnum sveitarfélagsins sem helst koma að opinberum innkaupum og þeir hvattir til að sækja námskeiðið.
Lagt fram til kynningar. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi ofangreint til upplýsingar á aðal- og varamenn í sveitarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl: