Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 201904066

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Með bréfi sem dagsett er 5. apríl 2019, frá Umhverfisstofnun, er vakin athugli á því að komið sé að endurskoðun áætlun hafna Dalvíkurbyggðar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum. Gildandi áætlun var staðfest af Umhverfisstofnun 17. apríl 2018 og átti að gilda í þrjú ár.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri uppfæri núgildandi áætlun og sendi hana til Umhverfisstofnunar til staðfestingar.